Ekkert að gerast en samt fullt í gangi

Jæja það er best að reyna að standa síg í blogginu.  Það er svosem ekki mikið að gerast svona dagsdaglega en samt þegar maður fer að hugsa um það þá er alveg hellingur i gangi hjá manni.  Við fórum á sumardaginn fyrsta og fjárfestum í fellihýsi og létum ársgamla tjaldvagninn okkar upp í.  Við eigum svo að fá fellihýsið afhent í þessari viku og hlakkar náttúrulega rosalega mikið til.  Svo ákváðum við í gær að það væri nú bara fínt að skella sér í sólina með börnin og pöntuðum okkur ferð til Costa Del Sol í tvær vikur og förum núna 18.mai.  Betra að fara áður en það verður sllt of heitt og svo fær Þorgeir heldur ekki neitt sumarfrí nema á þessum tíma og svo síðustu vikuna í júlí og byrjun ágúst og það er allt of langt þangað til.

Á sunnudaginn fórum við í heimsókn til Óla og Þuríðar í sumarbústað sem þau voru með á leigu í Brekkuskógi fyrir austan.  Þetta átti nú bara að vera svon léttur sunnudagsbíltúr og grill en endaði með því að við fórum ekki heim fyrr en um hádegi á mánudeginum.  Svo á næsta föstudag þá er sveitaferð í leikskólanum hjá Magnúsi og ég ætla að fara með honum.  Verður spennandi að sjá hvernig hann bregst við dýrunum þá.  

Jæja, læt þetta duga í bili.  Þar til næst, adios amigos 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 812

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband