Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Veira sem ekki er hægt að losna við!!

Fyrir nokkru síðan vorum við með öll okkar síma- og netviðskipti hjá Símanum.  Síðan ákváðum við að skipta um fyrirtæki og sögðum öllu okkar upp hjá Símanum en héldum áfram með frelsisnúmer sem við notum enn.  Á þessum tíma vorum við með netið, heimasímann, 2 GSM númer og tölvusímann.  Það hefur gengið ágætlega að losna undan þessu öllu saman NEMA tölvusímanum.  Þrátt fyrir að hafa ekki notað hann síðan í október 2007 og við erum búin að segja honum 3x upp áður, þá datt hér inn um bréfalúguna rukkun frá Símanum fyrir tölvusímann í dag sem hljóðar upp á 1290 krónur sem btw verður skuldfærð af kreditkortinu okkar.  Þorgeir hringdi í þjónustuverið áðan og þar sá starfsmaðurinn að við höfðum verið búin að segja þessu upp og að við ættum inni rúmar 4000 krónur vegna ofgreiðslu fyrir það tímabil sem við þóttumst nú vera búin að segja upp.  Þessar rúmar 4000 krónur eru orðnar að rúmum 6000 krónum núna þar sem við erum ekki með þessa þjónustu en fáum alltaf reikning og alltaf er skulfært af kreditkortinu.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir ætla að endurgreiða okkur þessa upphæð nema hún gleymist bara í kerfinu hjá þeim.  Síðan er það annað mál að þegar við erum stödd erlendis og notum símann okkar þar þá fáum við reikning sendan fyrir notkun erlendis sem er í sjálfu sér hið besta mál, en SAMT eigum við pening inni hjá þeim vegna ofgreiðslu.  Af hverju í veröldinni geta þeir ekki notað þá upphæð til að rúna af erlenda notkun hjá okkur?  ÞETTA ER EINS OG VERSTA VEIRUSÝKING SEM EKKI ER HÆGT AÐ LOSNA VIÐ.  Þótt ég hafi verið starfsmaður þarna í rúm 2 ár þá mæli ég ekki með viðskiptum við þá þar sem ómögulegt virðist vera að bakka út úr þeim aftur.  Þar hafið þið það!  Ætla að láta þetta nægja í bili þar sem ég er hrikalega pirruð yfir þessu Devil .

Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband