Leikland var það!

Í dag lögðum við leið okkar í Legelandet hér í Árósum.  Okkur brá nú svolítið þegar kom að því að borga við innganginn þar sem gjaldið fyrir inngöngu hafði hækkað um nær helming frá því við vorum í leiklandi hér úti í nóvember og er þá ekki talið inn í það breytingar á gengi dönsku krónunnar.  Við létum okkur nú samt hafa það og skelltum okkur inn þar sem erfitt er að snúa við með börnin þegar komið er á staðinn.  Við skemmtum okkur öll vel í dag þarna og stoppuðum í rúma 4 tíma, tókum með okkur nesti og höfðum það skemmtilegt.  Þorgeir var enginn eftirbátur barnanna þegar kom að því að leika sér í tækjunum og lét sig vaða með þeim í hoppukastala rennibrautir og margt fleira.  Setti inn nokkrar nýjar myndir úr leiklandinu í dag í nýtt albúm.
Síðan eigum við von á Ásgeiri og Björgvini til okkar á morgun um miðjan dag.  Við ætluðum að reyna að nota fyrri partinn til að fara á ströndina ef veður leifir en mér skilst að það eigi að fara að byrja að rigna hér í Danmörku og rigna langt fram í næstu viku.  Vonum bara það besta.

Kv, Helga og co í Danaveldi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Greinilega gaman hjá ykkur í dag

Kolbrún Jónsdóttir, 4.7.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband