MÉR FINNST RIGNINGIN GÓÐ

Veðrið síðustu daga hefur verið með eindæmum gott.  Það hefur verið svo gott að það keyrir fram úr öllu hófi.  Magnús greyið er búinn að vera mikið úti að leika í góða veðrinu, bæði heima og á leikskólanum og í gær var hann orðinn svo uppgefinn í öllum hitanum að hann sofnaði  þegar við vorum að sækja Þorgeir í vinnuna (sem hann gerir reyndar oft).  Það væri nú ekkert til að tala um svo sem nema hvað að hann vaknað ekki fyrr en í morgun aftur og þá var hann búinn að sofa í 15 klst samfleytt.  Greinilega útkeyrður greyið litla.  Edda er líka búin að vera frekar þreytt og pirruð undanfarna daga í hitanum og sofnaði kl 19 í gær sem er miklu fyrr en hún er vön að gera.  Þess vegna finnst mér alveg æðislegt að fá rigningu núna svo börnin geti aðeins hvílt sig á sólinni og safnað orku aftur því við erum jú að fara til Costa del Sol eftir viku jibbíjei.

 Kv, Helga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 812

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband