Færsluflokkur: Menntun og skóli

Lausn á manneklu leikskólanna?????

Var að lesa áhugaverða grein í sunnudagsmogganum eftir Unni Stefánsdóttur framkvæmdarstjóra hjá Skólum ehf  þar sem hún kemur fram með hugmyndir um það hvernig leysa megi leikskólakennaravandann til lengri tíma.  Hennar hugmynd er sú að allir þeir sem ætla sér í háskólanám til að öðlast kennsluréttindi byrji sitt nám með því að vinna einn vetur inni á leikskóla áður en bóklega kennsla hefst að nokkru marki.  Þannig myndi koma inn á hverju haust ákveðinn hópur fólks sem væri tryggur í starfi í heilan vetur auk þess að vera undirbúningur að bóknáminu fyrir það.  Hún kemur náttúrulega einnig inn á það að auðvitað þurfi að hækka launin og þau séu til skammar og spurning hvort lausnin væri að foreldrar borguðu hærra hlutfall leikskólagjalda heldur en þeir gera í dag á móti sveitarfélögunum sem væri þá notað til að borga starfsfólkinu hærri laun.  Ég er nú ekki viss um að sá peningur myndi skila sér í vasa starfsfólksins á endanum en ég er hinsvegar hrifin af fyrri hugmyndinni að þeir sem ætli sér í kennaranám byrji á einu ári inni í leikskólunum.  Það væri lausn til lengri tíma en ekki tímabundið.  Sem dæmi má nefna óstöðugleikann sem ríkir á leikskólum í dag að bara síðustu 2 mánuði held ég að það hafi byrjað einir 4 eða 5 starfsmenn á leikskólanum hjá mínum börnum sem létu sig hverfa úr vinnunni eftir 2-3 daga í starfi af því að þeim bauðst eitthvað betra annarsstaðar.  Þetta er mjög slæmt fyrir lítil börn að lifa við og skapar óstöðugleika hjá þeim og því þarf að finna einhverja varanlega lausn á þessu máli.

Læt þetta duga í bili.  Verð ekki mikið við tölvu næstu daga eða vikur.  Er að fara í augnaðgerð á þriðjudag.  Kv, Helga


Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband