Nýjar myndir í albúmi

Setti inn nokkrar nýjar myndir frá síðustu dögum.

Veira sem ekki er hægt að losna við!!

Fyrir nokkru síðan vorum við með öll okkar síma- og netviðskipti hjá Símanum.  Síðan ákváðum við að skipta um fyrirtæki og sögðum öllu okkar upp hjá Símanum en héldum áfram með frelsisnúmer sem við notum enn.  Á þessum tíma vorum við með netið, heimasímann, 2 GSM númer og tölvusímann.  Það hefur gengið ágætlega að losna undan þessu öllu saman NEMA tölvusímanum.  Þrátt fyrir að hafa ekki notað hann síðan í október 2007 og við erum búin að segja honum 3x upp áður, þá datt hér inn um bréfalúguna rukkun frá Símanum fyrir tölvusímann í dag sem hljóðar upp á 1290 krónur sem btw verður skuldfærð af kreditkortinu okkar.  Þorgeir hringdi í þjónustuverið áðan og þar sá starfsmaðurinn að við höfðum verið búin að segja þessu upp og að við ættum inni rúmar 4000 krónur vegna ofgreiðslu fyrir það tímabil sem við þóttumst nú vera búin að segja upp.  Þessar rúmar 4000 krónur eru orðnar að rúmum 6000 krónum núna þar sem við erum ekki með þessa þjónustu en fáum alltaf reikning og alltaf er skulfært af kreditkortinu.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir ætla að endurgreiða okkur þessa upphæð nema hún gleymist bara í kerfinu hjá þeim.  Síðan er það annað mál að þegar við erum stödd erlendis og notum símann okkar þar þá fáum við reikning sendan fyrir notkun erlendis sem er í sjálfu sér hið besta mál, en SAMT eigum við pening inni hjá þeim vegna ofgreiðslu.  Af hverju í veröldinni geta þeir ekki notað þá upphæð til að rúna af erlenda notkun hjá okkur?  ÞETTA ER EINS OG VERSTA VEIRUSÝKING SEM EKKI ER HÆGT AÐ LOSNA VIÐ.  Þótt ég hafi verið starfsmaður þarna í rúm 2 ár þá mæli ég ekki með viðskiptum við þá þar sem ómögulegt virðist vera að bakka út úr þeim aftur.  Þar hafið þið það!  Ætla að láta þetta nægja í bili þar sem ég er hrikalega pirruð yfir þessu Devil .

Elsta "barnið" mitt flutt að heiman

Í gærkvöldi flutti elsta "barnið" mitt að heiman eftir miklar vangaveltur okkar "foreldranna".  En fyrir þá sem ekki vita um hvern er verið að tala þá er það hundurinn sem hefur verið stór hluti af okkar lífi í nær 6 ár, hann Patti.  Við erum oft búin að velta því upp að koma honum annarsstaðar fyrir þar sem hann er ekki mikið fyrir lítil börn og þurfti einnig mjög mikla athygli sem við vorum ekki að ná að veita honum.  Við höfum margoft reynt að finna góða fjölskyldu fyrir hann en alltaf guggnað á því þar sem okkur hefur ekki litist vel á fólkið sem hefur sóst eftir að fá hann og hér á bæ kom alls ekki til greina að láta svæfa hann þar sem hann er svo góður hundur.  Í gær höfðum við svo samband við stelpu sem var að óska eftir smáhundi og hún kom í gærkvöldi að kíkja á hann.  Okkur leist mjög vel á þessa stelpu og henni leist sömuleiðis mjög vel á Patta sem gerði í því að leika allar sínar listir fyrir hana til að heilla hana upp úr skónum.  Það endaði náttúrulega bara þannig að hún fór heim með hundinn og allt hans hafurtask með loforð um að hún myndi vera góð við hann og fara vel með hann.  Hans er náttúrulega mjög sárt saknað hér þessa stundinaCrying en við trúum því að hann sé í góðu yfirlæti og fái verðskuldaða athygli hjá nýjum eiganda.

 

Patti í myndatöku 2005

Annars er lítið annað að frétta héðan þessa stundina.  Býst reyndar við því að Edda vakni í fyrramálið með glóðarauga á báðum þar sem henni tókst að stanga rúmið sitt rétt áður en hún fór að sofa með tilheyrandi öskrum, grenji og látum.  Læt þetta duga í bili.

Kv, Helga


Lax lax lax

Lax lax lax og aftur lax
það eina sem þú hugsar um er bara lax
þótt snemma að morgni sólardags
sérð ekkert nema lax lax lax
lax lax lax og aftur lax

Þú ert með svo mikla veiðidellu að þú manst ekki einu sinni eftir brúðkaupsdeginum okkar Crying

nei nei bara smá grín.  Var að muna eftir honum sjálf bara rétt í þessu sko.  Greinilega allir búnir að gleyma manni, meira að segja maður sjálfur LoL.  


Nýjar myndir í albúmi

Var að setja inn fullt af nýjum myndum frá jólum til dagsins í dag fyrir þá sem vilja skoða.

Lausn á manneklu leikskólanna?????

Var að lesa áhugaverða grein í sunnudagsmogganum eftir Unni Stefánsdóttur framkvæmdarstjóra hjá Skólum ehf  þar sem hún kemur fram með hugmyndir um það hvernig leysa megi leikskólakennaravandann til lengri tíma.  Hennar hugmynd er sú að allir þeir sem ætla sér í háskólanám til að öðlast kennsluréttindi byrji sitt nám með því að vinna einn vetur inni á leikskóla áður en bóklega kennsla hefst að nokkru marki.  Þannig myndi koma inn á hverju haust ákveðinn hópur fólks sem væri tryggur í starfi í heilan vetur auk þess að vera undirbúningur að bóknáminu fyrir það.  Hún kemur náttúrulega einnig inn á það að auðvitað þurfi að hækka launin og þau séu til skammar og spurning hvort lausnin væri að foreldrar borguðu hærra hlutfall leikskólagjalda heldur en þeir gera í dag á móti sveitarfélögunum sem væri þá notað til að borga starfsfólkinu hærri laun.  Ég er nú ekki viss um að sá peningur myndi skila sér í vasa starfsfólksins á endanum en ég er hinsvegar hrifin af fyrri hugmyndinni að þeir sem ætli sér í kennaranám byrji á einu ári inni í leikskólunum.  Það væri lausn til lengri tíma en ekki tímabundið.  Sem dæmi má nefna óstöðugleikann sem ríkir á leikskólum í dag að bara síðustu 2 mánuði held ég að það hafi byrjað einir 4 eða 5 starfsmenn á leikskólanum hjá mínum börnum sem létu sig hverfa úr vinnunni eftir 2-3 daga í starfi af því að þeim bauðst eitthvað betra annarsstaðar.  Þetta er mjög slæmt fyrir lítil börn að lifa við og skapar óstöðugleika hjá þeim og því þarf að finna einhverja varanlega lausn á þessu máli.

Læt þetta duga í bili.  Verð ekki mikið við tölvu næstu daga eða vikur.  Er að fara í augnaðgerð á þriðjudag.  Kv, Helga


Hvernig má þetta vera!!!!

Þessi frétt kemur því til leiðar að ég get bara ekki annað en opnað bloggið mitt og lýst hneykslan minni á TR.  Hvernig má það vera í ósköpunum að TR hafi grunsemdir um svik í heil 14 ár án þess að gera svo mikið sem RÍB í málunum.  Ekki nema furða að það þurfi að skerða örorku- og ellilífeyrisbætur vegna tekna maka til þess að geta mulið undir rassgatið á svona liði.  Af hverju er svona mál látið bíða í heil 14 ár án þess að neitt sé gert þótt þeir hafi haft grun um þetta í langan tíma?? Maður bara spyr sig.  Og hvað ætli margir liggi undir grun um svik hjá þeim án þess að neitt sé gert í málunum svo árum og jafnvel áratugum skipti??  Eiga þessir svikarar kannski (eða hafa átt) einhvern bandamann innan stofnunarinnar.  Það væri nú þá heldur ekkert ef svo væri.  Þetta fær mann ekki til að líta þessa stofnun neitt betri augum heldur en verið hefur hingað til því þetta er sú leiðinlegasta stofnun sem ég veit um sem ég hef þurft að hafa samskipti við og eytt töluvert miklum tíma síðustu 3 ár í endalausa pappírsvinnu þeim tengdum til þess eins að fá það sem ég og mínir eiga rétt á og ekki hika þeir við að hirða af manni með það sama ef tekjur maka aukast um svo mikið sem 100 krónur.  Held þeir ættu að fara að breyta forgangsröðuninni sinni aðeins.

I´m out.  Þoli ekki að hugsa meira um þessa stofnun í bili.


mbl.is Grunur um 200 milljóna króna svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoppa og Skrítla!

Ein sú besta fjárfesting sem ég hef gert núna undanfarið var i dag þegar ég fór og keypti nýja Skoppu og Skrítlu diskinn sem var að koma út.  Þetta er tónlistardiskur með 17 lögum og þulum og börnin hreinlega dýrka þetta.  Eru búin að syngja og dansa með Skoppu og Skrítlu frá því þau komu heim úr leikskólanum í dag.  Semsagt algjör snilld og mæli með þessum disk.

 

                                      

 

    

 

Kv, Helga


Myndasíðan okkar

Fyrir áhugasama þá var ég að opna aftur fyrir barnalandssíðurnar og bjó til nýja heimasíðu sem ég ætla bara að hafa myndir inni á.  Slóðin er http://barnaland.is/barn/62329

Er búin að setja inn nokkrar myndir frá því í apríl en á eftir að setja mai myndirnar inn.  Geri það fljótlega.

Kv, Helga


Kosningapróf á netinu!!

Sá þessa könnun á netinu og ákvað að deila henni með ykkur.  Hversu mikill sjálfstæðismaður ertu eða ertu kannski hlynntari samfylkingunni eða framsókn, vinstir grænum eða bara einhverju allt öðru.  Prófaðu að taka þetta próf og sjáðu útkomuna.  Gæti hjálpað einhverjum við að taka ákvörðun um hvað eigi að kjósa um helgina.

http://xhvad.bifrost.is/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband