Fréttir og ekkifréttir

Er búin að vera í hálfgerðu letikasti gagnvart blogginu undanfarið en ákvað að skella inn einni færslu núna.  Það hefur svosem ekki mikið verið um að vera undanfarið hjá okkur fjölskyldunni, fyrir utan sumarbústaðaferð sem við fórum fyrir rúmrí viku síðan.  Lögðum af stað í rosa góðu veðri á laugardeginum en þegar við vöknuðum á sunnudeginum þá var allt hvítt og hátt í 20cm jafnfallinn snjór yfir öllu og ég sem hélt að það væri að koma vor!  Svo eru það nýjustu fréttirnar, það hefur orðið fjölgun í fjölskyldunni hjá okkur aftur.  Neró sem er 3ja mánaða er kominn til okkar en hann er semsagt hundur af tegundinni Shig tzu og er algjör rúsína.  Edda skottast með hann fram og ti baka allan daginn, skipar honum að borða, drekka, pissa og hvíla sig og hann er alveg ótrúlega góður við hana.  Alveg sama hvað hún dröslast með hann aftur á bak og áfram þá bara sleikir hann hana í framan og hefur gaman af þessu.  Hún vill taka hann með sér hvert sem hún fer og líka í leikskólann en það er víst ekki í boði.  Setti inn nokkrar myndir frá aprílmánuði ef einhver vill kíkja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Takk fyrir síðast mín kæra. Já hann Neró er bara krútt, hann er algjört æði kúturinn

Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.4.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 802

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband