3.9.2008 | 13:41
Dekurdagur hjá Neró
17.7.2008 | 21:49
Nýjar myndir
12.7.2008 | 20:25
Allt og ekkert
9.7.2008 | 21:30
Blogg fyrir mömmu loksins
Ákvað að setja inn smá blogg fyrir mömmu sem var að rukka um einhverjar línur svo hún vissi hvað við værum að gera hérna úti í Danmörku. Ásgeir og Björgvin eru búnir að vera hjá okkur síðan á laugardagskvöld en þeir fara aftur heim til Íslands á föstudaginn. Við erum búin að gera ýmislegt með þeim síðan þeir komu. Á sunnudaginn var farið í Djurs Sommerland og svo ætluðum við að fara í Legoland á mánudaginn. Það plan breyttist aðeins á leiðinni í Legolandið sökum mikillar rigningar og fórum við því til Flensborgar og versluðum aðeins í staðinn, settumst á kaffihús og enduðum svo í landamærabúðinni að kaupa gos og bjórbirgðir. Þriðjudagurinn var frekar rólegur. Byrjuðum að fara í Bilka og versla aðeins í matinn og keyrðum svo til Horsens og ætluðum í heimsókn til Kolbrúnar en hún var ekki heima. Kíktum þá aðeins á göngugötuna og fórum svo bara heim. Í dag byrjuðum við svo á að fara aftur til Horsens og kíktum í kaffi til Kolbrúnar og co. Þaðan fórum við til Silkiborgar og ætluðum m.a. að fara og skoða flottu gosbrunnana en við fundum þá því miður aldrei. Í staðinn skoðuðum við litla baðströnd sem er rétt utan við Silkiborg og teygðum aðeins úr okkur. Þegar það var búið var stefnan tekin beint á Himmelbjerget og það skoðað. Eitthvað vafðist það fyrir okkur hvar ætti að ganga upp á blessað fjallið og spurði Þorgeir einhverja konu hvar væri gengið upp. Hún benti Þorgeiri á rétta leið og hafði mikið gaman af þessum "vitlausu" túristum. Á morgun er svo planið að kíkja með strákunum í Legoland og vonum við að það verði aðeins betra veður heldur en í síðustu tilraun. Setti inn slatta af myndum frá síðustu dögum.
Kv, Helga og co
4.7.2008 | 20:37
Leikland var það!
Í dag lögðum við leið okkar í Legelandet hér í Árósum. Okkur brá nú svolítið þegar kom að því að borga við innganginn þar sem gjaldið fyrir inngöngu hafði hækkað um nær helming frá því við vorum í leiklandi hér úti í nóvember og er þá ekki talið inn í það breytingar á gengi dönsku krónunnar. Við létum okkur nú samt hafa það og skelltum okkur inn þar sem erfitt er að snúa við með börnin þegar komið er á staðinn. Við skemmtum okkur öll vel í dag þarna og stoppuðum í rúma 4 tíma, tókum með okkur nesti og höfðum það skemmtilegt. Þorgeir var enginn eftirbátur barnanna þegar kom að því að leika sér í tækjunum og lét sig vaða með þeim í hoppukastala rennibrautir og margt fleira. Setti inn nokkrar nýjar myndir úr leiklandinu í dag í nýtt albúm.
Síðan eigum við von á Ásgeiri og Björgvini til okkar á morgun um miðjan dag. Við ætluðum að reyna að nota fyrri partinn til að fara á ströndina ef veður leifir en mér skilst að það eigi að fara að byrja að rigna hér í Danmörku og rigna langt fram í næstu viku. Vonum bara það besta.
Kv, Helga og co í Danaveldi
3.7.2008 | 19:02
Rólegur dagur
2.7.2008 | 23:42
Sumarfrí
Þá erum við fjölskyldan farin til Danmerkur í sumarfrí í mánuð. Flugum út á laugardaginn var og gistum hjá Kolbrúnu og co í 3 n´tur. Við gerðum ýmislegt meðan við dvöldum þar, s.s. fórum til Þýskalands og birgðum okkur upp af gosi og bjór, fórum til Vejle í bambagarðinn og skoðuðum líka safn sem ég man ekki hvað heitir, en þar var hægt að skoða m.a. ruslamenningu Dana, Klóakrottur, geitungabú og margt fleira. Í gær fórum við fjölskyldan fyrstu ferð okkar í tívolíið hér í Árósum þar sem við munum búa næstu 4 vikurnar og skemmtu allir sér mjög vel. Magnús reyndar vill aldrei hætta og mótmælti kröftuglega þegar átti að fara heim aftur. Í dag var svo ferðinni heitið í Legoland þar sem var mikið stuð og mikið gaman. Við fórum í fullt af skemmtilegum tækjum með börnin og enduðum svo daginn á því að fara í kanóarússíbana sem fer niður foss og allir verða rennandi blautir við lítinn fögnuð Magnúsar og Eddu sem fóru að hágráta á leiðinni niður fossinn en þau voru fljót að gleyma því á leiðinni útúr garðinum þar sem svo margt var að skoða skemmtilegt. Morgundagurinn verður bara í rólegheitum hjá okkur og lítið búið að plana fyrir næstu daga. Ásgeir og Björgvin koma svo út til okkar á laugardaginn og er planið að gera heilmargt skemmtilegt með þeim. Svo þegar þeir fara þá styttist í að Sigga komi til okkar og verður það rosa gaman. Læt þetta duga í bili. Setti inn myndir frá síðustu dögum en þær koma allar í öfugri tímaröð sem ég er ekki að skilja.
bless kez kornflex,
Helga, Þorgeir og grislingarnir
5.6.2008 | 00:03
UNDUR OG STÓRMERKI HÉR Á BÆ
31.5.2008 | 13:00
Nýjar myndir í albúmi
21.4.2008 | 11:54
Fréttir og ekkifréttir
Um bloggið
Helgabloggar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar