18.4.2006 | 08:53
Best að taka þátt í bloggsamfélaginu
Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að taka þátt í bloggsamfélaginu. Það eru allir að tala um blogg í dag og maður getur ekki verið þekktur fyrir annað en að fylgja hópnum og taka þátt í þessu öllu saman. Ég er svo púkó að ég nennti ekki að halda uppi heimasíðu fyrir börnin á barnalandi lengur og nokkrir aðilar hafa verið að leita að síðunum þeirra og koma með athugasemdir um að ég hafi tekið síðurnar út. Ég ætla að leyfa fólki að fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur í gegnum þessa síðu og hver veit nema ég skelli nokkrum myndum af börnunum hér inn svona af og til. Annars er orðið svo fjandi erfitt að ná myndum af Magnúsi þar sem hann er aldrei kyrr eina einustu sekúndu og er svo spenntur að sjá myndirnar í myndavélinni að maður hefur ekki tíma til að smella af áður en hann er hlaupinn af stað til að skoða hjá manni.
Það sem er annars að frétta hjá okkur í dag er það að Magnús er heima þar sem hann er búinn að vera með hita af og til undanfarna daga og ég fór með hann á Læknavaktina í gær þar sem hann var greindur með kinnholusýkingu og fékk sýklalyf. Læknirinn taldi ráðlagt að hann yrði heima í dag þar sem hann var með 38,2 í hita í gærkvöldi og leyfði sýklalyfinu aðeins að byrja að virka. Nú, Edda er líka heima í dag og verður heima með mér alla vikuna þar sem strákur dagmömmunnar er kominn með flensuna og mig langar ekki að fá flensuna hingað inn á heimilið ef ég mögulega get komist hjá því. Vonandi að við sleppum við hana en það hefur enginn fengið flensuna hér nema Magnús og ef við hefðum smitast af honum þá værum við orðin veik þar sem það er kominn hálfur mánuður síðan hann var með flensuna.
Annars erum við rosa spennt því seinni partinn í dag fáum við nýja hornsófann sem við vorum að kaupa í gær og getum ekki beðið eftir að fara að kúra í honum og glápa á sjónvarpið. Við vorum sko að snúa heimilinu við um helgina og vantar bara sófann til að leggja lokahönd á það allt saman.
Jæja þetta átti nú ekki að vera svona löng færsla svona í byrjun. Skrifa aftur fljótlega.
Um bloggið
Helgabloggar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.