12.7.2008 | 20:25
Allt og ekkert
Nenni eiginlega ekki að blogga í kvöld og ætla að sleppa því að setja inn myndir í kvöld líka. Ásgeir og Björgvin fóru héðan snemma í gærmorgun og tóku lest til Kaupmannahafnar og eyddu deginum þar og flugu svo heim í gærkvöldi. Við erum bara búin að vera í leti síðan þeir fóru. Gærdagurinn var bara leti og í dag fórum við ekki á fætur fyrr en um klukkan 14. Kíktum aðeins í tívolí Friheden sem er hérna í Árósum og stoppuðum í ca 3-4 tíma. Fórum svo bara heim og elduðum okkur Jensens rifjasteik og drukkum hvítvín með. Börnin fengu hamborgara. Ætlum svo kannski að kíkja í tívolíið aftur á morgun og stoppa þá aðeins lengur og leyfa börnunum að fara í fleiri tæki. Svo kemur Sigga til okkar á mánudaginn um hádegi. Okkur hlakkar mikið til þess og hér eru puttar uppi á hverjum degi til að telja niður dagana þar til hún kemur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Helgabloggar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var að reyna að ná í þig í gegnum símann (ekkert alvarlegt æðlaði bara að taka púlsinn
Vona að þið hafið það gott
Mamma (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.