Blogg fyrir mömmu loksins

Ákvað að setja inn smá blogg fyrir mömmu sem var að rukka um einhverjar línur svo hún vissi hvað við værum að gera hérna úti í Danmörku.  Ásgeir og Björgvin eru búnir að vera hjá okkur síðan á laugardagskvöld en þeir fara aftur heim til Íslands á föstudaginn.  Við erum búin að gera ýmislegt með þeim síðan þeir komu.  Á sunnudaginn var farið í Djurs Sommerland og svo ætluðum við að fara í Legoland á mánudaginn.  Það plan breyttist aðeins á leiðinni í Legolandið sökum mikillar rigningar og fórum við því til Flensborgar og versluðum aðeins í staðinn, settumst á kaffihús og enduðum svo í landamærabúðinni að kaupa gos og bjórbirgðir.  Þriðjudagurinn var frekar rólegur.  Byrjuðum að fara í Bilka og versla aðeins í matinn og keyrðum svo til Horsens og ætluðum í heimsókn til Kolbrúnar en hún var ekki heima.  Kíktum þá aðeins á göngugötuna og fórum svo bara heim.  Í dag byrjuðum við svo á að fara aftur til Horsens og kíktum í kaffi til Kolbrúnar og co.   Þaðan fórum við til Silkiborgar og ætluðum m.a. að fara og skoða flottu gosbrunnana en við fundum þá því miður aldrei.  Í staðinn skoðuðum við litla baðströnd sem er rétt utan við Silkiborg og teygðum aðeins úr okkur.  Þegar það var búið var stefnan tekin beint á Himmelbjerget og það skoðað.  Eitthvað vafðist það fyrir okkur hvar ætti að ganga upp á blessað fjallið og spurði Þorgeir einhverja konu hvar væri gengið upp.  Hún benti Þorgeiri á rétta leið og hafði mikið gaman af þessum "vitlausu" túristum.  Á morgun er svo planið að kíkja með strákunum í Legoland og vonum við að það verði aðeins betra veður heldur en í síðustu tilraun.  Setti inn slatta af myndum frá síðustu dögum.

Kv, Helga og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband