Sumarfrí

Þá erum við fjölskyldan farin til Danmerkur í sumarfrí í mánuð.  Flugum út á laugardaginn var og gistum hjá Kolbrúnu og co í 3 n´tur.  Við gerðum ýmislegt meðan við dvöldum þar, s.s. fórum til Þýskalands og birgðum okkur upp af gosi og bjór, fórum til Vejle í bambagarðinn og skoðuðum líka safn sem ég man ekki hvað heitir, en þar var hægt að skoða m.a. ruslamenningu Dana, Klóakrottur, geitungabú og margt fleira.  Í gær fórum við fjölskyldan fyrstu ferð okkar í tívolíið hér í Árósum þar sem við munum búa næstu 4 vikurnar og skemmtu allir sér mjög vel.  Magnús reyndar vill aldrei hætta og mótmælti kröftuglega þegar átti að fara heim aftur.  Í dag var svo ferðinni heitið í Legoland þar sem var mikið stuð og mikið gaman.  Við fórum í fullt af skemmtilegum tækjum með börnin og enduðum svo daginn á því að fara í kanóarússíbana sem fer niður foss og allir verða rennandi blautir við lítinn fögnuð Magnúsar og Eddu sem fóru að hágráta á leiðinni niður fossinn en þau voru fljót að gleyma því á leiðinni útúr garðinum þar sem svo margt var að skoða skemmtilegt.  Morgundagurinn verður bara í rólegheitum hjá okkur og lítið búið að plana fyrir næstu daga.  Ásgeir og Björgvin koma svo út til okkar á laugardaginn og er planið að gera heilmargt skemmtilegt með þeim.  Svo þegar þeir fara þá styttist í að Sigga komi til okkar og verður það rosa gaman.  Læt þetta duga í bili.  Setti inn myndir frá síðustu dögum en þær koma allar í öfugri tímaröð sem ég er ekki að skilja.

bless kez kornflex,
Helga, Þorgeir og grislingarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vííííí.... Við erum að fara til Danmerkur eftir  11klst og 25mínútur :D
Sjáumst í DK ;)

Ásgeir og Bjöggi (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband