Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
19.3.2008 | 12:22
Nýjar myndir í albúmi
13.3.2008 | 21:47
Elsta "barnið" mitt flutt að heiman
Í gærkvöldi flutti elsta "barnið" mitt að heiman eftir miklar vangaveltur okkar "foreldranna". En fyrir þá sem ekki vita um hvern er verið að tala þá er það hundurinn sem hefur verið stór hluti af okkar lífi í nær 6 ár, hann Patti. Við erum oft búin að velta því upp að koma honum annarsstaðar fyrir þar sem hann er ekki mikið fyrir lítil börn og þurfti einnig mjög mikla athygli sem við vorum ekki að ná að veita honum. Við höfum margoft reynt að finna góða fjölskyldu fyrir hann en alltaf guggnað á því þar sem okkur hefur ekki litist vel á fólkið sem hefur sóst eftir að fá hann og hér á bæ kom alls ekki til greina að láta svæfa hann þar sem hann er svo góður hundur. Í gær höfðum við svo samband við stelpu sem var að óska eftir smáhundi og hún kom í gærkvöldi að kíkja á hann. Okkur leist mjög vel á þessa stelpu og henni leist sömuleiðis mjög vel á Patta sem gerði í því að leika allar sínar listir fyrir hana til að heilla hana upp úr skónum. Það endaði náttúrulega bara þannig að hún fór heim með hundinn og allt hans hafurtask með loforð um að hún myndi vera góð við hann og fara vel með hann. Hans er náttúrulega mjög sárt saknað hér þessa stundina en við trúum því að hann sé í góðu yfirlæti og fái verðskuldaða athygli hjá nýjum eiganda.
Annars er lítið annað að frétta héðan þessa stundina. Býst reyndar við því að Edda vakni í fyrramálið með glóðarauga á báðum þar sem henni tókst að stanga rúmið sitt rétt áður en hún fór að sofa með tilheyrandi öskrum, grenji og látum. Læt þetta duga í bili.
Kv, Helga
10.3.2008 | 23:18
Lax lax lax
Lax lax lax og aftur lax
það eina sem þú hugsar um er bara lax
þótt snemma að morgni sólardags
sérð ekkert nema lax lax lax
lax lax lax og aftur lax
Þú ert með svo mikla veiðidellu að þú manst ekki einu sinni eftir brúðkaupsdeginum okkar
nei nei bara smá grín. Var að muna eftir honum sjálf bara rétt í þessu sko. Greinilega allir búnir að gleyma manni, meira að segja maður sjálfur .
10.3.2008 | 14:15
Nýjar myndir í albúmi
22.5.2007 | 23:34
Myndasíðan okkar
Fyrir áhugasama þá var ég að opna aftur fyrir barnalandssíðurnar og bjó til nýja heimasíðu sem ég ætla bara að hafa myndir inni á. Slóðin er http://barnaland.is/barn/62329
Er búin að setja inn nokkrar myndir frá því í apríl en á eftir að setja mai myndirnar inn. Geri það fljótlega.
Kv, Helga
Um bloggið
Helgabloggar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 990
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar