Sundferð

Um helgina fórum við fjölskyldan í sund í Reykjanesbæ, þ.e. skelltum okkur í vatnaveröldina þar.  Magnúsi fannst það sko ekki leiðinlegt en Edda var ekki eins hrifin í byrjun en þegar hún var búin að virða þetta allt saman aðeins fyrir sér þá fór hún á fullt skrið og var nánast óstöðvandi í rennibrautinni og tók svo upp á því að skvetta á sundlaugarvörðinn sem hló bara að henni.  Skelli inn tveimur myndum frá sundferðinni hér fyrir neðan.

             Edda í vatnaveröldinni     

  

                                                                                      Magnús í vatnaveröldinni     

 

Eins og sjá má þá var þetta bara gaman og við erum ákveðin í því að fara aftur um næstu helgi í vatnaveröldina þar sem okkur er boðið í afmæli suður með sjó þá og ætlum við að nýta ferðina vel.  Annars er bara mest lítið að frétta þessa dagana.

Kv, Helga

 

 

 


Álfur í heimsókn

Já leikskólabangsinn hann Álfur var í heimsókn hjá Magnúsi um helgina og hafði sko í nógu að snúast.  Hérna kemur sagan hans.

 

Helgin 12-14. mai 2006

Þessari helgi eyddi ég með Magnúsi Ingvari og

fjölskyldunni hans.  Þegar leikskólinn var búinn

á föstudaginn þá fórum við með mömmu hans

Magnúsar og Eddu litlu systur hans til að sækja

pabba hans í vinnuna.  Þaðan forum við svo beint

til ömmu og afa hans og vitið þið bara hvað ég sá þar?

Þau eiga sko fjóra pínkulitla hvolpa sem Perla hundurinn

þeirra er nýbúin að eignast.  Við fengum aðeins að skoða

hvolpana og klappa þeim og það var rosalega gaman. 

Síðan forum við heim til Magnúsar og ég varð nú svolítið

hissa af því að þar mætti mér lítill hundur sem Magnús á en

hann heitir Patti og er voðalega góður.  Við borðuðum svo

kvöldmat sem var kjúklingur og franskar og fannst okkur það

mjög gott.  Eftir matinn forum við svo fljótlega að sofa.

 

Á laugardagsmorguninn vöknuðum við frekar snemma og

fengum okkur morgunmat.  Síðan var farið í sund og vorum

við heillengi í sundi í heitu pottunum og við fengum líka að

fara í litlu rennibrautina. Þegar við svo vorum búin í sundi

þá var farið í bakaríið og keypt nýtt brauð og snúður og fórum

svo heim og fengum okkur að borða.  Eftir hádegismatinn

fórum við svo í bíltúr til Keflavíkur en mamma og pabbi

hans Magnúsar voru að fara að hitta vinafólk sitt sem ætlar að

fara með þeim til útlanda eftir nokkra daga.  Magnús og litla

systir hans fá líka að fara til útlanda með þeim og fá þá að

fara í flugvélina.  Á meðan við stoppuðum í Keflavík vorum

við Magnús og Edda systir hans úti að leika með vinum okkar

og vorum úti að leika næstum allan tímann sem við stoppuðum. 

Horfðum reyndar aðeins á Latabæ í sjónvarpinu áður en við

forum aftur heim.  Þegar við komum heim aftur þá forum

við að hjálpa pabba hans Magnúsar að tjalda nýja fellihýsinu

sem þau voru að kaupa og fengum aðeins að hoppa og skoppa

inni í því og það fannst okkur alveg rosalega gaman.  Svo

borðuðum við kvöldmatinn og forum fljótlega að sofa. 

 

Á sunnudeginum vöknuðum við ekki fyrr en kl 9 og strax

þegar við vorum búin að borða morgunmatinn þá forum við

í bað með pabba hans Magnúsar og Eddu systur hans. 

Svo forum við Magnús með honum í smá bíltúr en lögðum

okkur svo í smástund eftir hádegið.  Þegar við vöknuðum

aftur þá forum við í heimsókn til hinnar ömmu og afa hans

Magnúsar og fengum pönnukökur og kex og fengum að

borða úti í sólinni.  Þangað kom líka Emil frændi hans

Magnúsar með bræðrum sínum og foreldrum og vorum

við heillengi úti að hjóla á þríhjólinu hans Magnúsar sem

við tókum með okkur í heimsókn.  Eftir heimsóknina

fórum við heim og forum beint út í garð að leika en Magnús

á sandkassa, rólur og rennibraut í garðinum sínum og við

lékum okkur úti alveg þangað til að það kom matur. 

Við vorum rosalega duglegir að borða enda búnir að vera úti

mestallan daginn.  Eftir matinn horfðum við smástund á

Benedikt búálf og fórum svo að sofa.

Það var sko fullt að gera hjá okkur Magnúsi þessa helgi og

alveg rosalega gaman.  Bless og takk fyrir mig.

                                                                                      Álfur

 Álfur fór svo aftur með Magnúsi í leikskólann í morgun og hans er sárt saknað.  Magnús vildi sko hafa hann með sér heim í dag þegar ég sótti hann.  Annars er hann voðalega þreyttur þar sem hann sleppti hvíldinni á leikskólanum í dag og var í mestu vandræðum að halda sér vakandi við matarborðið.  Jæja ætlaði ekki að skrifa neitt mikið núna.  Aðallega að setja inn söguna hans Álfs.

Bless bless, Helga 


MÉR FINNST RIGNINGIN GÓÐ

Veðrið síðustu daga hefur verið með eindæmum gott.  Það hefur verið svo gott að það keyrir fram úr öllu hófi.  Magnús greyið er búinn að vera mikið úti að leika í góða veðrinu, bæði heima og á leikskólanum og í gær var hann orðinn svo uppgefinn í öllum hitanum að hann sofnaði  þegar við vorum að sækja Þorgeir í vinnuna (sem hann gerir reyndar oft).  Það væri nú ekkert til að tala um svo sem nema hvað að hann vaknað ekki fyrr en í morgun aftur og þá var hann búinn að sofa í 15 klst samfleytt.  Greinilega útkeyrður greyið litla.  Edda er líka búin að vera frekar þreytt og pirruð undanfarna daga í hitanum og sofnaði kl 19 í gær sem er miklu fyrr en hún er vön að gera.  Þess vegna finnst mér alveg æðislegt að fá rigningu núna svo börnin geti aðeins hvílt sig á sólinni og safnað orku aftur því við erum jú að fara til Costa del Sol eftir viku jibbíjei.

 Kv, Helga


Ekkert að gerast en samt fullt í gangi

Jæja það er best að reyna að standa síg í blogginu.  Það er svosem ekki mikið að gerast svona dagsdaglega en samt þegar maður fer að hugsa um það þá er alveg hellingur i gangi hjá manni.  Við fórum á sumardaginn fyrsta og fjárfestum í fellihýsi og létum ársgamla tjaldvagninn okkar upp í.  Við eigum svo að fá fellihýsið afhent í þessari viku og hlakkar náttúrulega rosalega mikið til.  Svo ákváðum við í gær að það væri nú bara fínt að skella sér í sólina með börnin og pöntuðum okkur ferð til Costa Del Sol í tvær vikur og förum núna 18.mai.  Betra að fara áður en það verður sllt of heitt og svo fær Þorgeir heldur ekki neitt sumarfrí nema á þessum tíma og svo síðustu vikuna í júlí og byrjun ágúst og það er allt of langt þangað til.

Á sunnudaginn fórum við í heimsókn til Óla og Þuríðar í sumarbústað sem þau voru með á leigu í Brekkuskógi fyrir austan.  Þetta átti nú bara að vera svon léttur sunnudagsbíltúr og grill en endaði með því að við fórum ekki heim fyrr en um hádegi á mánudeginum.  Svo á næsta föstudag þá er sveitaferð í leikskólanum hjá Magnúsi og ég ætla að fara með honum.  Verður spennandi að sjá hvernig hann bregst við dýrunum þá.  

Jæja, læt þetta duga í bili.  Þar til næst, adios amigos 


Best að taka þátt í bloggsamfélaginu

Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að taka þátt í bloggsamfélaginu.  Það eru allir að tala um blogg í dag og maður getur ekki verið þekktur fyrir annað en að fylgja hópnum og taka þátt í þessu öllu saman.  Ég er svo púkó að ég nennti ekki að halda uppi heimasíðu fyrir börnin á barnalandi lengur og nokkrir aðilar hafa verið að leita að síðunum þeirra og koma með athugasemdir um að ég hafi tekið síðurnar út.  Ég ætla að leyfa fólki að fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur í gegnum þessa síðu og hver veit nema ég skelli nokkrum myndum af börnunum hér inn svona af og til.  Annars er orðið svo fjandi erfitt að ná myndum af Magnúsi þar sem hann er aldrei kyrr eina einustu sekúndu og er svo spenntur að sjá myndirnar í myndavélinni að maður hefur ekki tíma til að smella af áður en hann er hlaupinn af stað til að skoða hjá manni.

Það sem er annars að frétta hjá okkur í dag er það að Magnús er heima þar sem hann er búinn að vera með hita af og til undanfarna daga og ég fór með hann á Læknavaktina í gær þar sem hann var greindur með kinnholusýkingu og fékk sýklalyf.  Læknirinn taldi ráðlagt að hann yrði heima í dag þar sem hann var með 38,2 í hita í gærkvöldi og leyfði sýklalyfinu aðeins að byrja að virka.  Nú, Edda er líka heima í dag og verður heima með mér alla vikuna þar sem strákur dagmömmunnar er kominn með flensuna og mig langar ekki að fá flensuna hingað inn á heimilið ef ég mögulega get komist hjá því.  Vonandi að við sleppum við hana en það hefur enginn fengið flensuna hér nema Magnús og ef við hefðum smitast af honum þá værum við orðin veik þar sem það er kominn hálfur mánuður síðan hann var með flensuna.   

Annars erum við rosa spennt því seinni partinn í dag fáum við nýja hornsófann sem við vorum að kaupa í gær og getum ekki beðið eftir að fara að kúra í honum og glápa á sjónvarpið.  Við vorum sko að snúa heimilinu við um helgina og vantar bara sófann til að leggja lokahönd á það allt saman.
Jæja þetta átti nú ekki að vera svona löng færsla svona í byrjun.  Skrifa aftur fljótlega.


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband