Dekurdagur hjá Neró

Neró litli fékk degurdag í dag.  Var settur í djúpnæringarbað, blásinn og greiddur og gerður rosa sætur.  Þetta tók aðeins 2,5 klukkkustundir í heildina.  Setti inn nokkrar myndir af árangrinum.  Hann er svo að fara á þjálfunarkvöld í kvöld fyrir sýningu HRFÍ sem verður haldin helgina 27.-28. september.

Nýjar myndir

Var að setja inn nokkrar myndir frá síðustu dögum.  Fórum í dag í Givskud dýragarðinn.  Komum frekar seint heim og allir þreyttir.  Nenni ekki að blogga í kvöld. C u.

Allt og ekkert

Nenni eiginlega ekki að blogga í kvöld og ætla að sleppa því að setja inn myndir í kvöld líka.  Ásgeir og Björgvin fóru héðan snemma í gærmorgun og tóku lest til Kaupmannahafnar og eyddu deginum þar og flugu svo heim í gærkvöldi.  Við erum bara búin að vera í leti síðan þeir fóru.  Gærdagurinn var bara leti og í dag fórum við ekki á fætur fyrr en um klukkan 14.  Kíktum aðeins í tívolí Friheden sem er hérna í Árósum og stoppuðum í ca 3-4 tíma.  Fórum svo bara heim og elduðum okkur Jensens rifjasteik og drukkum hvítvín með.  Börnin fengu hamborgara.  Ætlum svo kannski að kíkja í tívolíið aftur á morgun og stoppa þá aðeins lengur og leyfa börnunum að fara í fleiri tæki.  Svo kemur Sigga til okkar á mánudaginn um hádegi.  Okkur hlakkar mikið til þess og hér eru puttar uppi á hverjum degi til að telja niður dagana þar til hún kemur.

Blogg fyrir mömmu loksins

Ákvað að setja inn smá blogg fyrir mömmu sem var að rukka um einhverjar línur svo hún vissi hvað við værum að gera hérna úti í Danmörku.  Ásgeir og Björgvin eru búnir að vera hjá okkur síðan á laugardagskvöld en þeir fara aftur heim til Íslands á föstudaginn.  Við erum búin að gera ýmislegt með þeim síðan þeir komu.  Á sunnudaginn var farið í Djurs Sommerland og svo ætluðum við að fara í Legoland á mánudaginn.  Það plan breyttist aðeins á leiðinni í Legolandið sökum mikillar rigningar og fórum við því til Flensborgar og versluðum aðeins í staðinn, settumst á kaffihús og enduðum svo í landamærabúðinni að kaupa gos og bjórbirgðir.  Þriðjudagurinn var frekar rólegur.  Byrjuðum að fara í Bilka og versla aðeins í matinn og keyrðum svo til Horsens og ætluðum í heimsókn til Kolbrúnar en hún var ekki heima.  Kíktum þá aðeins á göngugötuna og fórum svo bara heim.  Í dag byrjuðum við svo á að fara aftur til Horsens og kíktum í kaffi til Kolbrúnar og co.   Þaðan fórum við til Silkiborgar og ætluðum m.a. að fara og skoða flottu gosbrunnana en við fundum þá því miður aldrei.  Í staðinn skoðuðum við litla baðströnd sem er rétt utan við Silkiborg og teygðum aðeins úr okkur.  Þegar það var búið var stefnan tekin beint á Himmelbjerget og það skoðað.  Eitthvað vafðist það fyrir okkur hvar ætti að ganga upp á blessað fjallið og spurði Þorgeir einhverja konu hvar væri gengið upp.  Hún benti Þorgeiri á rétta leið og hafði mikið gaman af þessum "vitlausu" túristum.  Á morgun er svo planið að kíkja með strákunum í Legoland og vonum við að það verði aðeins betra veður heldur en í síðustu tilraun.  Setti inn slatta af myndum frá síðustu dögum.

Kv, Helga og co


Leikland var það!

Í dag lögðum við leið okkar í Legelandet hér í Árósum.  Okkur brá nú svolítið þegar kom að því að borga við innganginn þar sem gjaldið fyrir inngöngu hafði hækkað um nær helming frá því við vorum í leiklandi hér úti í nóvember og er þá ekki talið inn í það breytingar á gengi dönsku krónunnar.  Við létum okkur nú samt hafa það og skelltum okkur inn þar sem erfitt er að snúa við með börnin þegar komið er á staðinn.  Við skemmtum okkur öll vel í dag þarna og stoppuðum í rúma 4 tíma, tókum með okkur nesti og höfðum það skemmtilegt.  Þorgeir var enginn eftirbátur barnanna þegar kom að því að leika sér í tækjunum og lét sig vaða með þeim í hoppukastala rennibrautir og margt fleira.  Setti inn nokkrar nýjar myndir úr leiklandinu í dag í nýtt albúm.
Síðan eigum við von á Ásgeiri og Björgvini til okkar á morgun um miðjan dag.  Við ætluðum að reyna að nota fyrri partinn til að fara á ströndina ef veður leifir en mér skilst að það eigi að fara að byrja að rigna hér í Danmörku og rigna langt fram í næstu viku.  Vonum bara það besta.

Kv, Helga og co í Danaveldi


Rólegur dagur

Bara rólegur dagur í dag hjá okkur.  Fórum ekkert út fyrr en um hádegi og byrjuðum þá á því að fara á strikið hér í Árósum sem er göngugatan.  Versluðum bara smá í HM, stuttermaboli og nærföt á börnin og tókum svo stefnuna beint niður á strönd og eyddum þar dágóðri stund í steikjandi hita en sem betur fer reddaði hafgolan deginum.  Tók fullt af myndum á str0ndinni og setti nokkrar inn í nýtt albúm sem heitir Danmörk 2.  Erum svo ekki alveg búin að ákveða hvað við gerum á morgun.  

Sumarfrí

Þá erum við fjölskyldan farin til Danmerkur í sumarfrí í mánuð.  Flugum út á laugardaginn var og gistum hjá Kolbrúnu og co í 3 n´tur.  Við gerðum ýmislegt meðan við dvöldum þar, s.s. fórum til Þýskalands og birgðum okkur upp af gosi og bjór, fórum til Vejle í bambagarðinn og skoðuðum líka safn sem ég man ekki hvað heitir, en þar var hægt að skoða m.a. ruslamenningu Dana, Klóakrottur, geitungabú og margt fleira.  Í gær fórum við fjölskyldan fyrstu ferð okkar í tívolíið hér í Árósum þar sem við munum búa næstu 4 vikurnar og skemmtu allir sér mjög vel.  Magnús reyndar vill aldrei hætta og mótmælti kröftuglega þegar átti að fara heim aftur.  Í dag var svo ferðinni heitið í Legoland þar sem var mikið stuð og mikið gaman.  Við fórum í fullt af skemmtilegum tækjum með börnin og enduðum svo daginn á því að fara í kanóarússíbana sem fer niður foss og allir verða rennandi blautir við lítinn fögnuð Magnúsar og Eddu sem fóru að hágráta á leiðinni niður fossinn en þau voru fljót að gleyma því á leiðinni útúr garðinum þar sem svo margt var að skoða skemmtilegt.  Morgundagurinn verður bara í rólegheitum hjá okkur og lítið búið að plana fyrir næstu daga.  Ásgeir og Björgvin koma svo út til okkar á laugardaginn og er planið að gera heilmargt skemmtilegt með þeim.  Svo þegar þeir fara þá styttist í að Sigga komi til okkar og verður það rosa gaman.  Læt þetta duga í bili.  Setti inn myndir frá síðustu dögum en þær koma allar í öfugri tímaröð sem ég er ekki að skilja.

bless kez kornflex,
Helga, Þorgeir og grislingarnir


UNDUR OG STÓRMERKI HÉR Á BÆ

Haldiði ekki bara að litla skottan mín (sem er ekkert svo lítil ennþá) sé ekki bara hætt með snuddu Smile .  Bara tók upp á því sjálf að nu væri hún orðin svo stór að hún þyrfti ekki á þessu að halda (eins og hún er búin að vera mikið háð þessu viðhaldi sínu) og gaf kanínunni allar snuddurnar og hefur ekki minnst á það síðan.  Annað kvöld er komin heil vika og geri aðrir betur Joyful .

Nýjar myndir í albúmi

Var að  setja inn nokkrar nýjar myndir frá maimánuði, m.a. heimsókni í fjölskyldu- og húsdýragarðinn á fjölskyldudegi stöðvar 2 og einnig sveitaferð á vegum leikskólans.  Svarta kanínan sem Edda heldur á á síðustu myndinni er komin til okkar og ætlar að búa hjá okkur Smile  og er mikill spenningur á heimilinu yfir þessu.

Fréttir og ekkifréttir

Er búin að vera í hálfgerðu letikasti gagnvart blogginu undanfarið en ákvað að skella inn einni færslu núna.  Það hefur svosem ekki mikið verið um að vera undanfarið hjá okkur fjölskyldunni, fyrir utan sumarbústaðaferð sem við fórum fyrir rúmrí viku síðan.  Lögðum af stað í rosa góðu veðri á laugardeginum en þegar við vöknuðum á sunnudeginum þá var allt hvítt og hátt í 20cm jafnfallinn snjór yfir öllu og ég sem hélt að það væri að koma vor!  Svo eru það nýjustu fréttirnar, það hefur orðið fjölgun í fjölskyldunni hjá okkur aftur.  Neró sem er 3ja mánaða er kominn til okkar en hann er semsagt hundur af tegundinni Shig tzu og er algjör rúsína.  Edda skottast með hann fram og ti baka allan daginn, skipar honum að borða, drekka, pissa og hvíla sig og hann er alveg ótrúlega góður við hana.  Alveg sama hvað hún dröslast með hann aftur á bak og áfram þá bara sleikir hann hana í framan og hefur gaman af þessu.  Hún vill taka hann með sér hvert sem hún fer og líka í leikskólann en það er víst ekki í boði.  Setti inn nokkrar myndir frá aprílmánuði ef einhver vill kíkja.

Næsta síða »

Um bloggið

Helgabloggar

Höfundur

Helga Jónsdóttir
Helga Jónsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Picture 016
  • Picture 013
  • Picture 012
  • Picture 010
  • Picture 009

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 777

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband